Garðlöndin verða starfrækt í sumar á sama stað og í fyrra, sunnan við Finnsbúð / norðan við íþróttavellina. Þar er aðgengi að vatni gott svo auðvelt er að vökva.
Hver reitur verður um 25m2 og verða þeir tilbúnir til niðursetningar 17. maí. Umsóknarfrestur er til og með 13. maí.
Nú er um að gera að fá sér garð og rækta sitt eigið grænmeti og kartöflur.
Þeir sem hafa áhuga á að fá sér garð hafi sambandi við umhverfisstjóra david@olfus.is eða í síma 899-0011.