Eva Lind skrifar undir samning hjá Kansas Univeristy

Eva LindEva Lind Elíasdóttir, skrifaði um helgina undir samning við bandaríska háskólaliðið Kansas Univeristy og verður hún þar á 100% skólastyrk. Liðið spilar í Big 12 deildinni og er það fjórða sterkasta deildin þar í landi.

Seinustu vikur hefur Eva Lind verið að ferðast á milli skóla í Bandaríkjunum og meta aðstæður. „Ég var að velja milli Kansas University, Lamar University og Georgi Southern University og eftir heimsóknirnar var ekki erfitt að velja á milli, aðstaðan er rosalega flott í Kansas, bæði námslega og fótboltalega séð“ sagði Eva Lind í samtali við Hafnarfréttir.

Eva spilar í dag með liði Selfoss og mun hún fara eins seint út og hún getur til að geta verið lengur með sínu liði hér heim. En hún gerir ráð fyrir að fara út um mánaðamótin júlí/ágúst og hefjast æfingar hjá Kansas University 2. ágúst og tímabilið um 2-3 vikum síðar.

eva_lind01„Stelpurnar í liðinu eru mjög fínar og spila flottan fótbolta“ sagði Eva Lind sem er spennt fyrir því ævintýri sem framundan er hjá henni næsta vetur.

Eva Lind mun þó ekki einungis spila fótbolta úti heldur stefnir hún á metnaðarfullt nám í arkitekt.

Óskum við Evu Lind innilega til hamingju.