Landsmót STÍ fór fram við Þorlákshöfn um helgina

Skeet skotíþróttLandsmót Skotíþróttasambands Íslands í haglabyssugreininni Skeet fór fram á skotsvæðinu við Þorlákshöfn um helgina. Keppt var bæði í karla og kvenna flokki.

Í karlaflokki sigraði Hákon Þ. Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands með 117 stig, í öðru sæti var Örn Valdimarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 114 stig og í þriðja sæti var Guðmundur Pálsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 109 stig.

Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotfélags Reykjavíkur með Örn Valdimarsson, Guðmund Pálsson og Kjartan Örn Kjartansson innanborðs með 317 stig. Í öðru sæti hafnaði sveit Skotíþróttafélags Suðurlands með 289 stig en hana skipuðu Hákon Þ. Svavarsson, Sveinbjörn Másson og Guðmundur Þórisson. Þriðja sætið hreppti svo A-sveit Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar með 281 stig en hana skipuðu Hörður Sigurðsson, Jakob Þ. Leifsson og Kristinn Rafnsson.

Í kvennaflokki sigraði Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar og jafnaði hún Íslandsmetið með fínu skori, 55 stig. Dagný H. Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur tók svo silfrið með 52 stig.