Fallegt lag Ólafs Arnalds og Kammerkórsins í Strandarkirkju – myndband

olafurarnalds_kammerkorsudurlandsEins og Hafnarfréttir greindu frá á dögunum þá fékk tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds Kammerkór Suðurlands til að syngja í lagi sínu í Strandarkirkju í Selvogi.

Þetta var hluti af verkefni hans sem kallast Islands Songs þar sem hann ferðast á sjö mismunandi staði á Íslandi á sjö vikum og tekur upp lag og myndband með listamönnum frá hverjum stað.

Lagið og myndbandið úr Strandarkirkju er komið á netið og má sjá og heyra það hér í spilaranum að neðan. Ótrúlega fallegt og hugljúft lag og fer Kammerkór Suðurlands á kostum í laginu með Ólafi Arnalds.