Veitingahúsið T-bær, sem stendur á besta stað í Selvogi, hefur verið sett á sölu.
Sigfríður Óskarsdóttir er eigandi veitingahússins en hún hefur verið með rekstur í Selvogi í yfir 22 ár en T-bær opnaði þann 25. júní 1994.
Það að opna veitingahús í Selvogi fyrir 22 árum hefur verið krefjandi verkefni þar sem ferðamenn hér á landi voru brot af þeim fjölda sem er í dag. Samt sem áður hefur T-bær verið í rekstri í 22 ár og Sigfríður alltaf staðið sína vakt.
Staðsetning veitingahússins er frábær en það stendur á eignarlóð úr landi Torfbæjar í Selvogi. Allir þeir sem skoða Strandarkirkju keyra fram hjá T-bæ og því er þarna um að ræða frábært viðskiptatækifæri.
Nánari upplýsingar má nálgast hér.