Bryndís Hera í 5. sæti í Ungfrú Ísland

bryndishera01Þorlákshafnarstúlkan Bryndís Hera Gísladóttir lenti í 5. sæti í vali á fegurstu konu Íslands en keppnin Ungfrú Ísland fór fram á Broadway á laugardagskvöld. Hera eins og hún er kölluð var einnig valin púkastelpa keppninnar.

Ásgeir Kolbeinsson, kærasti Heru, var að sjálfsögðu á staðnum og stóð þétt við bakið á sinni stúlku. Hér að neðan má sjá kynningarmyndband af  Heru fyrir keppnina.