Miðasala hafin á stórtónleikana 5. október

popphornid01Í dag hófst miðasala á stórtónleikana sem haldnir verða í Íþróttamiðsöðinni 5. október þegar allar lúðrasveitir landsins leiða saman hesta sína og mynda þrjár stórar sveitir sem munu spila með Jónasi Sig, 200.000 naglbítum og Fjallabræðrum ásamt Sverri Bergmann.

Þessir tónleikar eru hluti af landsmóti Sambands íslenskra lúðrasveita sem stendur yfir í Þorlákshöfn 4.-6. október en Lúðrasveit Þorlákshafnar fékk það verkefni að halda utan um skipulagningu og undirbúning þessa landsmóts, sem er það 21. í röðinni. Landsmótið endurspeglar hinn mikla uppgang hjá lúðrasveitum landsins síðustu misseri sem einkennst hefur af samstarfi þeirra við suma af vinsælustu popptónlistarmönnum landsins.

Miðasalan fer fram á midakaup.is og hægt er að kaupa miða með því að smella hér.