B-lið 3.flokks Ægis mætir Fjölni í úrslitaleik íslandsmótsins

3flokkur_aegis01Sameiginlegt lið Selfoss/Hamar/Ægis er komið í úrslitaleik íslandsmótsins eftir sigur á Breiðabliki 1-0, síðastliðin laugardag.

Strákarnir mæta Fjölni á Selfossvelli í hreinum úrslitaleik, miðvikudaginn 18.september klukkan 17:00.

Hér á ferðinni eru tvö lið sem bæði eru taplaus á íslandsmótinu, en ljóst er að annað þeirra verður að lúta í lægra haldið í þetta sinn.

Það má því búast við hörkuleik á Selfossvelli og vonandi standa okkar strákar uppi sem sigurvegarar og hampa íslandsmeistaratitlinum í leikslok.

Fjölmennum á völlinn og styðjum strákana til sigurs.

Áfram Ægir!