Stórt tap á Grenivík – Góður seinni hálfleikur dugði ekki til

aegir_magni01Ægismenn áttu ekki sinn besta dag í gær þegar liðið tapaði 5-2 gegn Magna á Grenivík í 2. deildinni í fótbolta.

Okkar menn byrjuðu leikinn mjög illa og voru heimamenn komnir með þriggja marka forysta eftir einungis 25 mínútna leik. Staðan 3-0 í hálfleik og útlitið ekki gott.

Ægismenn komu tvíefldir til leiks í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn á 63. mínútu þegar Daniel Marco Kuczynski skoraði fyrir Ægi. Áfram héldu Ægismenn að sækja og á 74. mínútu bætti Aco Pandurevic við öðru marki Ægis og staðan orðin 3-2 Magna í vil.

Þegar einungis 5 mínútur lifðu leiks bættu heimamenn við forystu sína og kórónuðu síðan öruggan sigur með marki úr vítaspyrnu á lokamínútu leiksins.

Niðurstaðan því 5-2 sigur Grenivíkurdrengja en Ægismenn voru sterkari aðilinn í síðari hálfleik en tapið má að miklu leiti skrifa á slakan fyrri hálfleik.

Eftir leikinn eru Ægismenn í næst neðsta sæti deildarinnar og í harðri fallbaráttu. Næsti leikur Ægis er útileikur gegn Sindra á Höfn næstkomandi föstudag.