Hafnardaga-Sápuboltameistarar

Sápubolti HafnardagarmeistararÍ dag hófust Hafnardagar fyrir alvöru og var nóg um að vera. Ungmennaráð Ölfuss hélt sundlaugarpartý fyrir yngri kynslóðina, harmonikkuball var á Níunni og tónleikar í sundlauginni.

Stærsti viðburðurinn í ár var hins vegar hið árlega Sápuboltamót ungmennaráðs. Mörg lið skráðu sig til leiks og var spilað í blíðskaparveðri. Það kólnaði þó hratt þegar líða tók á kvöldið en keppendur létu það ekki á sig fá.

Eftir æsispennandi keppni stóðu Halldór Rafn, Benjamín Þorri, Eiður Smári og Jón Jökull uppi sem sigurvegarar. Óskum við þeim innilega til hamingju með sigurinn.