Glódís með frábæran árangur á Norðurlandamóti í hestaíþróttum

Glódís RúnÖlfusingurinn Glódís Rún Sigurðardóttir frá Sunnuhvoli komst á pall í öllum greinum sem hún keppti í á Norðurlandamóti í hestaíþróttum.

Mótið var haldið í Noregi dagana 8.-14. ágúst sl. og stóð Glódís sig frábærlega og hreppti tvö silfur og eitt brons.

Það er alveg ljóst að Glódís, sem er einungis 14 ára gömul, er einn efnilegasti knapi landsins og geta Ölfusingar verið stoltir af henni.

Það verður gaman að fylgjast með Glódísi í framtíðinni og óskum við hjá Hafnarfréttum henni innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.