Hvað er SPAM

otto01SPAM tölvupóstur er eitt form rafrænna auglýsinga. SPAM náði strax miklum vinsældum með tilkomu tölvupóst, þar sem um afar hagsýna auglýsingaleið er að ræða. Um er að ræða tölvupóst sem er sendur á stóran hóp netfanga með þeim tilgangi að auglýsa, kynna, dreifa malware o.s.frv. Þó hlutfallslega fáir kaupi svo vöruna sem auglýst er, græða SPAMMARAR peninga og með því fjölgar sendingum.

SPAMMARAR safna netföngum af listum á netinu sem eru opnir öllum. Eins og td.af listum yfir starfsmenn fyrirtækja. Þeir einfaldlega einnig orðabækur til að giska á algeng notendanöfn undir nöfnum léna.

Í dag er talið að um 95% tölvupósta sem sendir eru séu SPAM og því eru verkfæri til að verjast þessum sendingum, mikilvæg fyrir alla notendur.

SPAM með vírusum
SPAM er í auknum mæli sent úr tölvum sem eru sýktar með vírusum. Menn sem gera vírusa og SPAMMARAR hafa oftar en ekki sameinað hugvit sitt til að ná valdi á tölvum notenda og breyta þeim svo í “SPAM vélar” Þessi hugbúnaður sendir svo hratt, mikið magn tölvupósta úr netfangi notandans út um allan heim.

Það er því afar mikilvægt fyrir notendur að hafa einhvers konar vírusvörn til að forðast sýkingu.
Fyrir utan allt ruslið sem á hverjum degi er sent í inbox hjá milljónum notenda, getur SPAM haft óbein en afar alvarleg áhrif á internetveitur og notendur þeirra. Flestar veitur hafa orðið fyrir óþægindum af þessum völdum.

Netfangafölsun
Einnig er nokkuð algengt að þeir ræni raunverulegum netföngum. Yfirleitt hafa þessi skilaboð nafn einhvers í “from” reitnum. Slík skilaboð geta verið varasöm. Oftar en ekki þykjast þeir vera stjórnendur internetveitna og segja að aðgangur notandans sé lokaður og að notandinn þurfi að gera ákveðnar aðgerðir til að opna reikninginn að nýju. Notandinn á svo að smella á einhvern hlekk og sýkir þannig vélina sína.

Þegar þeim tekst að senda SPAM í gegnum veitur, er ekki óalgengt að hún sé lokuð af öðrum þjónustum. Góð leið til að forðast þetta er að nota alvöru lykilorð og gera þannig SPÖMMurunum erfiðara um vik.

Fisk (phising)
Eitt fyrirbæri er kallað “phising”, en þá virðast skilaboð vera send frá t.d. fjármálastofnun og þannig er reynt að gabba viðtakendur til að staðfesta ákveðnar upplýsingar eins og kreditkorta nr, lykilorð eða annað slíkt.

Hafa ber í huga að fyrirtæki eða stofnanir sem vinna með viðkvæm gögn biðja notendur aldrei (eða ættu allavega ekki að gera það) um slíkar upplýsingar. Ef þið fáið svona póst, þá skuluð þið skoða póstinn vandlega.

  • Skoðið hlekkina í skilaboðunum og athugið hvort þeir innihaldi rétt lén. Þetta má gera með því að setja músina yfir hlekkinn.
  • Skoðið hausinn á skilaboðunum.
  • Fölsuð skilaboð innihalda sjaldnast nafnið þitt eða aðrar persónulegar upplýsingar að undanskildu netfanginu þínu.

Hvað er hægt að gera til að forðast SPAM
Flestar internetveitur eru með eigin SPAM filter og stöðva þannig bróðurpart póstsendinganna til sinna notenda. Skoðið því alltaf netfang sendandans og móttakendur skilaboðanna. SPAM er yfirleitt alltaf sent úr fölsuðu netfangi til að fela raunverulegan sendanda.

  1. Notið aðeins sjálfvirka svörun tölvupósts (automatic reply) í ýttrustu nauðsyn. Því um leið og þú sendir sjálfvirkt svar til baka til þeirra, vita þeir að þeir hafa hitt á lifandi netfang.
  2. Þegar þú áframsendir póst á stóran hóp netfanga. Skoðaðu þá listann vel og notaðu BCC til að fela netföngin fyrir móttakendum.
  3. Hafðu ávallt kveikt á eldvegg tölvunnar.
  4. ALLTAF skal skoða haus skilaboða sem þið teljið að séu SPAM. Þá má oftar en ekki sjá skrýtið netfang eins og johnny3ss-33@dkjdjjsss.com eða eitthvað slíkt.
  5. Ef haus skilaboðanna inniheldur internetveitu sem þið kannist við, þá látið þann þjónustuaðila vita.

Það sem er bannað….

  1. Ekki stofna netföng sem hafa einföld nöfn. Þau eru ávallt líklegri til að verða fyrir óþægindum. Þannig er jon@fyrirtæki.is er alltaf líklegra til að verða fyrir SPAM en jon.olafsson@fyrirtæki.is.
  2. Það er afar mikilvægt að birta hvergi netföng á svæðum sem eru opin á internetinu. Forðastu að skilja netfangið þitt eftir í gestabókum, könnunum, vefsvæðum eða öðru slíku. Ef þú vilt birta netfang á slíku svæði, þá er ekki vitlaust að skrá inn jon-HJÁ-fyrirtæki.is.
  3. Ekki nota alvöru netfang þegar þú ert að fara að niðurhala hugbúnaði af netinu.
  4. Ekki opna grunsamlegan tölvupóst eða viðhengi.
  5. Aldrei versla neitt út frá skilaboðum sem hugsanlega eru óörugg.
  6. Ef þig langar að nota netfang fyrir skráningu á vefsíður, gestabækur og annað slíkt. Vertu þá með netfang sem skiptir þig ekki miklu máli. Eins og t.d. frítt netfang frá Gmail eða Hotmail.
  7. Ekki hafa kveik á forskoðun tölvupósts í outlook.

Að lokum
Ef þú verður fyrir barðinu á SPÖMMurum eða telur tölvuna þína vera sýkta. Þá skaltu umsvifalaust snúa þér til einhvers þjónustuaðila og fá aðstoð við að hreinsa vélina þína. Eins og t.d. tolfus.is 🙂

Kveðja
Ottó Rafn Halldórsson
www.tolfus.is
otto@tolfus.is
s: 483-3329