Ásberg á framboðslista Flokks fólksins

beggilarÞorlákshafnarbúinn Ásberg Lárenzínusson, formaður Félags eldri borgara í Ölfusi, er á framboðslista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar.

Ásberg hefur í gegnum tíðina tekið virkan þátt í samfélaginu í Þorlákshöfn, skiptir þá ekki máli hvort um sé að ræða félagsmál, menningarmál eða stjórnmál. Það skal því engan furða að hann sé að framboðslista fyrir kosningarnar í lok október.

Ásberg er þó ekki í toppbaráttunni að þessu sinni en hann vermir 20. sæti listans.

Þeir sem vilja kynna sér baráttumál Flokks fólksins er bent á heimasíðu flokksins.