Þórsarar töpuðu fyrir Grindavík í gær í fyrsta leik sínum í Domino’s deildinni á þessu tímabili. Lokatölur 73-71 þar sem Þórsarar voru í raun með unnin leik í höndunum.
Heimamenn í Grindavík byrjuðu leikinn betur er Þórsarar komu tvíefldir í 2. leikhluta og leiddu 37-40 í hálfleik. Áfram héldu Þórsarar að bæta í í þriðja leikhluta og staðan að honum loknum 53-62.
Liðin skiptust á að skora í upphafi fjórða leikhluta en síðan hrundi gjörsamlega allt hjá Þórsurum. Þegar 6 mínútur lifðu af leiknum setti Tobin Carberry þriggja stiga körfu og staðan 56-71 Þórsurum í vil. Þetta reyndist þó síðasta karfa Þórsara í leiknum og Grindavík skoruðu 17 stig í röð og sigurkarfa þeirra kom þegar fjórar sekúndur lifðu leiks.
Tölfræði Þórs: Tobin Carberry 23 stig/7 fráköst, Maciej Baginski 14 stig/6 fráköst, Ragnar Örn 13 stig, Emil Karel 8 stig, Ólafur Helgi 5 stig, Halldór 4 stig, Davíð Arnar 2 stig/4 fráköst, Magnús Breki 2 stig.