Fyrirhugaðar eru endurbætur og stækkun á elsta hluta Leikskólans Bergheima í Þorlákshöfn og að inntökualdur verði miðaður við 18 mánaða aldur. Þetta kom fram á síðasta fundi bæjarstjórnar Ölfuss.
Stækkunin fer út fyrir byggingarreit samkvæmt núverandi deiliskipulagi. „Samþykkt samhljóða að taka fyrirhugaða stækkun á byggingarreit sem óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi.“
Sveitarfélagið Ölfus hefur falið M2 Teiknistofu ehf. að fullhanna bygginguna á grunni fyrirliggjandi tillagna. Stefnt er að því að útboðsgögn verði tilbúin fyrir lok ársins.
Samkvæmt bókun bæjarstjórnar er gert ráð fyrir því að leikskólinn verði fullbúinn á árinu 2017.