Framkvæmdir við Raufarhólshelli

raufarholshellir-lavaBæjarstjórn Ölfuss hefur samþykt framkvæmdaleyfi við Raufarhólshelli. Um er að ræða stækkun á bílaplani og lagfæringu á veginum frá þjóðvegi að bílaplani.

Gera má ráð fyrir að mikil aukning ferðamanna sé ástæða framkvæmdanna við hellinn og því þörf á góðu aðgengi að honum.

„Samþykkt samhljóða að aðal- og deiliskipulag fyrir svæðið fari í lögboðinn kynningar og afgreiðsluferil.“