Gunnsteinn: „Hvati hjá ríkinu að leggja verkefninu lið“ – myndband

afmorkun_thorlaksskogaEins og greint var frá fyrir helgi þá var undirritaður samningur á miðvikudaginn milli Sveitarfélagsins Ölfuss, Landgræðslunnar og Skógræktarinnar um að rækta Þorláksskóga á Hafnarsandi, norðan og vestan Þorlákshafnar. Meðfylgjandi mynd (gula línan) sýnir legu Þorláksskóga en eins og sjá má þá er svæðið stórt í kringum bæinn.

Meðfylgjandi myndband tók Áskell Þórisson, starfsmaður Landgræðslunnar, við tilefnið í Grunnskólanum í Þorlákshöfn. Þar ræðir hann við Gunnstein Ómarsson bæjarstjóra og Aðalstein Sigurgeirsson, fjármálastjóra Skógrægtarinnar og einnig Sigrúnu Magnúsdóttur, umhverfis og auðlindaráðherra.

Sigrún kynnti sér flokkunarmál í skólanum auk þess sem hún afhenti nemendum viðurkenningu fyrir verkefni nemenda um minnkandi matarsóun í skólanum en matarsóunin hefur minnkað um helming á einu ári.

Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan.