Ægir semur við Björgvin Frey

bjorgvin-freyr-aegirKnattspyrnufélagið Ægir hefur komist að samkomulagi við Björgvin Frey Vilhjálmsson um að taka við þjálfun meistarflokks karla næstu tvö tímabil.

Björgvin er fæddur 1979 og hefur leikið á sínum fótboltaferli með KR, ÍR, Fylki og Víkingi ásamt því að spila eitt tímabil í dönsku 1 deildinni. Hann tók við Þrótti Vogum um mitt síðasta sumar og náði góðum árangri þar.

Markmið Knattspyrnufélagsins Ægis eru skýr fyrir næstu tvö árin en stefnan er að sjálfsögðu sett upp á ný í 2.deild á samningstímanum.