Ljósin á jólatrénu á Ráðhústorgi í Þorlákshöfn voru tendruð í gær, 1. desember. Kiwanisklúbburinn Ölver sá um að tendra ljósin og buðu upp á heitt súkkulaði til að hlýja sér.
Skólakórar Grunnskólans í Þorlákshöfn og Lúðrasveit Þorlákshafnar sáu um jólatónana og jólasveinar stýrðu dansi í kringum jólatréð.
Mikil jólastemming myndaðist í bænum og voru mörg fyrirtæki með sérstaka jólaopnanir og sölubásar voru víða með ýmsum varning til sölu.
Hér má sjá myndir frá viðburðinum.