Græni drekinn hefur rumskað

Það verður mikilvægur leikur í Þorlákshöfn annað kvöld þegar Þórsarar fá Skallagrím í heimsókn í síðasta heimaleik ársins í Domino’s deildinni.

Hafnarfréttir ásamt Körfuknattleiksdeild Þórs hafa boðið Græna drekanum í upphitun í Kiwanishúsinu fyrir leik ásamt því að fá frítt inn á leikinn.

Viðbrögð meðlima Græna drekans hafa verið mjög góð og má gera ráð fyrir öflugum stuðningi úr stúkunni annað kvöld.