Þórsarar þurftu að sætta sig við tap á móti Skallagrími fyrr í kvöld. Leikurinn var ansi jafn en í hálfleik leiddu Skallagrímsmenn leikinn 34-39.
Okkar menn börðust vel í fjórða leikhlutanum en það dugði ekki til og liðið tapaði því leiknum 74-76.
Tobin Carberry átti góðan leik og var lang stigahæstur Þórsarar með 33 stig og 15 fráköst.
Græni drekinn svaraði kallinu og fjölmennti á leikinn og lét heyra vel í sér að þessu sinni. Því miður dugði það ekki til en vonandi er Græni drekinn kominn til að vera.
Þetta var seinasti leikur liðsins í deildinni á þessu ári og um leið fimmti tapleikurinn í röð, þar af þrír á heimavelli. Eftir leikinn situr liðið í 8. sæti með 8 stig.