Bingó – FEBÖ

Félag eldriborgara í Ölfusi heldur sitt árlega jólabingó mánudaginn 12. desember nk. kl. 20:00 á Egilsbraut 9. Að venju eru stórglæsilegir vinningar og eru allir hjartanlega velkomnir.

Í ár verður boðið upp á notalega jólastemningu fyrir Bingóið en félagar í Söngfélagi Þorlákshafnar ætla að syngja nokkur jólalög áður en kúlurnar fara að rúlla.

Nefndin