Uppskeruhátíð á Bergheimum

Þann 12. desember lauk formlega fyrri hluta samstarfs elstu barnanna í leikskólanum og fyrsta bekkjar í grunnskólanum með uppskeruhátíð. Í haust hófust reglulegar heimsóknir á milli skólastiga og nemendur hafa unnið sameiginlega með vináttu á haust önninni.

Á uppskeruhátíðina mættu þær H. Þóra Ragnarsdóttir, leikskólakennari og Ingveldur Þorbjörnsdóttir leiðbeinandi, en þær létu báðar af störfum um síðustu áramót og þessum nemendahópi vel kunnar. Þóra las upp ljóðið Krummasaga eftir Jóhannes úr Kötlum http://johannes.is/krummasaga/ og Inga spilaði nokkur jólalög á gítar og nemendur tóku vel undir með henni. Í lokin buðu Goðheimar öllum upp á mandarínur og epli.