Straumlaust verður á afmörkuðu svæði í Þorlákshöfn

Vegna vinnu í spennistöð verður straumlaust á afmörkuðu svæði í Þorlákshöfn aðfaranótt miðvikudags 14. desember, frá kl. 00:00 til kl. 06:00.

Þetta afmarkaða svæði má sjá á meðfylgjandi mynd en göturnar sem um ræðir eru:

  • Hafnarberg
  • Knarrarberg
  • Heinaberg
  • Haukaberg
  • Hluti af Lyngbergi, Setbergi, Lýsubergi
  • Sambyggð 2, 4 og 16
  • Selvogsbraut 24

Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Suðurlands í síma 528 9890