9. og 10. bekkur sáu Eiðinn: Baltasar Kormákur með mikilvæg skilaboð

Nemendum í 9. og 10. bekk Grunnskólans í Þorlákshöfn var boðið í Fákasel í Ölfusi í dag til að sjá myndina Eiðurinn eftir Baltasar Kormák.

Baltasar Kormákur spjallaði við krakkana eftir sýningu um efni myndarinnar og almennt um íslenska kvikmyndagerð en hann bæði leikstýrir myndinni og fer með eitt aðalhlutverkið.

Skilaboð Baltasars til nemenda voru einföld: „Ekki snerta dóp og fylgið draumum ykkar eftir“.