Hafnarfréttir gefa miða á áramótaballið

Í tilefni þess að áramótaball verður haldið í Þorlákshöfn í fyrsta skipti í mörg ár ætlum við hjá Hafnarfréttum að gefa 12 miða á ballið.

Það eina þú þarft að gera til að fá gefins miða á ballið er að „líka“ við Hafnarfréttir á Facebook og skrifa undir þessa frétt sem við munum deila þar.

Það er þó ekki nóg að skrifa hvað sem er heldur þarf það að vera eitthvað jákvætt sem gerðist á árinu í Sveitarfélaginu Ölfusi eða eitthvað jákvætt um Þorlákshöfn eða Ölfus. Dregið verður út föstudaginn 30. desember 2016.

Því miður munum við ekki geta gefið öllum miða en þeir sem ná ekki miðum er bent á forsölu sem fer fram í Skálanum í Þorlákshöfn.