Café Sól afhenti fyrr í dag alla innkomu Ódýra hornsins í desembermánuði til Líknarsjóðs Þorlákskirkju. Með því vill Café Sól leggja lið því góða og óeigingjarna starfi og hjálp sem sjóðurinn veitir í samfélaginu.

Líknarsjóðurinn hefur verið í samstarfi við Sjóðinn góða en það er samstarfsverkefni sóknarkirkja í Árnessýslu, Rauða krossins, félagsþjónustu Árborgar, félagsþjónustu Árnesþings og ýmissa félagasamtaka í Árnessýslu. Þetta samstarf hefur þann tilgang að veita aðstoð fyrir jólahátíðina til handa þeim sem ekki eiga fyrir nauðþurftum.

Séra Baldur Kristjánsson, sóknarprestur Þorlákskirkju, tók á móti styrknum og þakkaði kærlega fyrir hönd Líknarsjóðs Þorlákskirkju.

Café Sól lét þó ekki nægja að láta einungis alla innkomu desembermánaðar í Ódýra horninu duga heldur tvöfölduðu þau upphæðina.