Al­var­legt flug­elda­slys við Ráðhúsið

Í gærkvöldi um níuleytið varð alvarlegt flugeldaslys við Ráðhúsið í Þorlákshöfn þar sem unglingspiltur hlaut töluverða áverka í andliti og höndum og var fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann.

Að sögn varðstjóra í lögreglunni á Suðurlandi var pilturinn að fikta með heimatilbúna flugelda ásamt fleirum. Þegar hann var að kveikja í flug­eld­in­um sprakk hann strax með þess­um hörmu­legu af­leiðing­um.