Þrettándagleði við tjaldsvæðið

Í dag er síðasti dagur jóla, gjarnan kallaður Þrettándinn, og verða jólin kvödd í Þorlákshöfn í dag, ef veður leyfir.

Þrettándagleðin mun fara fram við tjaldsvæðið og hefst kl. 18 en eins og fyrr segir veltur þetta á veðrinu.

Hafnarfréttir verða með puttan á púlsinum og munu upplýsa um það ef hætt verður við viðburðinn.