Þórsarar fá Grindvíkinga í heimsókn í fyrsta leik ársins

Fyrsti leikur Þórs á árinu 2017 fer fram í kvöld þegar Grindavík mætir í heimsókn í Icelandic Glacial höllina.

Þórsarar töpuðu fyrir Grindavík í fyrsta leik tímabilsins og ætla sér án efa að hefna fyrir það í kvöld.

Leikurinn hefst kl. 19:15 og er tilvalið að drífa sig á völlinn og styðja okkar stráka til sigurs.