Sannfærandi sigur Þórs gegn Grindavík

Nú í kvöld unnu Þórsarar góðan sigur á Grindvíkingum í Icelandic Glacial höllinni, 96-85.

Þórsara höfðu yfirhöndina allan leikinn og unnu til að mynda alla leikhluta leiksins þó aldrei hafi mikið skilið liðin að.

Tobin Carberry átti frábæran leik með Þórsurum í kvöld en hann skoraði 35 stig og tók 16 fráköst. Maciej Baginski kom næstur með 17 stig, Ólafur Helgi bætti við 15 stigum. Grétar Ingi og Ragnar Örn skoruðu báðir 8 stig. Halldór Garðar skoraði 7 og frændi hans og fyrirliði Þórs, Emil Karel, bætti við 6 stigum í kvöld.

Frábær byrjun á nýju ári hjá Þórsurum en næsti leikur liðsins er næstkomandi fimmtudag þegar Keflvíkingar verða sóttir heim.