Svo virðist sem fyrirtækið Makron sem hafði áform um byggingu hótels á Ölfusártanga sé hætt við þá framkvæmd, því lóðin er nú auglýst til sölu í Fréttablaðinu í dag.
Það er Eignamiðlun sem sér um söluna en verið er að auglýsa lóðina sem og samþykktar tekningar fyrir 6.000 fm, 108 herbergja hótel á tveimur hæðum.
Á íbúafundi sem haldinn var árið 2015 voru hugmyndirnar kynntar en þá var gert ráð fyrir 64 herbergjum. Frá þeim tíma hefur fyrirhugað hótel verið stækkað. Gert var ráð fyrir að hótelið yrði staðsett við hlið Hafsins Bláa við Óseyrarbrú og að byggingin yrði lágreist, í dökkum lit.