Ásgerður og Margrét hætta eftir samtals 46 ára starf við leikskólann

Merkileg tímamót eiga sér stað um þessar mundir á leikskólanum Bergheimum í Þorlákshöfn þar sem tveir starfsmenn eru að hætta störfum eftir samtals 46 ára starf við skólann.

Ásgerður Eiríksdóttir leikskólastjóri hefur sagt upp störfum og mun hún hætta 1. mars næstkomandi. Ásgerður hefur verið fastráðin á leikskólanum frá árinu 1989 sem gerir samtals 28 ára starf.

Þá hefur Margrét Thorarensen látið af störfum á Bergheimum en hún starfaði í 18 ár á leikskólanum.

Í fundargerði Fræðslunefndar Ölfuss er þeim báðum þakkað fyrir gott og farsælt starf í þágu sveitarfélagsins.