Ný flögg sett upp í kringum skólasvæðið í Þorlákshöfn

Ný flögg sem vekja athygli á skólabörnum voru sett upp við skólana og íþróttahúsið í Þorlákshöfn í síðastliðinni viku. Þetta er liður í því að vekja athygli og auka umferðaröryggi í kringum skólasvæðið.

Haustið 2015 voru settar þrengingar við skólasvæðið og lækkaður hámarkshraðinn í 30 km sem hefur reynst vel. Með þessum flöggum vonast sveitarfélagið að umferðarhraði minnki og öryggi barna sem og fullorðna aukist.