Frábær sigur Þórs gegn Keflavík

Þórsarar gerðu góða ferð til Keflavíkur í kvöld þegar þeir sigruðu heimamenn 82-85 í Domino’s deildinni í körfubolta.

Keflvíkingar byrjuðu leikinn betur og leiddu 27-19 eftir fyrsta leikhluta. Þórsarar komu sterkir til baka í öðrum leikhluta og leiddu 42-44 þegar haldið var til búningsklega í hálfleik.

Jafnræði var með liðunum í þriðja leikhluta og staðan að honum loknum 59-64 Þórsurum í vil.  Fjórði leikhluti var aftur á móti mjög spennandi og komust heimamenn yfir 78-76 þegar tæpar tvær mínútur lifðu leiks. Þórsarar héldu haus og settu niður vítin sín og uppskáru að lokum 82-85 sigur á sterkum heimavelli Keflvíkinga.

Tölfræði Þórsarar: Maciej Baginski skoraði 26 stig, Tobin Carberry 16 stig, tók 10 fráköst og gerði 7 stoðsendingar. Emil Karel 13 stig, Ólafur Helgi 11 stig og tók 7 fráköst. Ragnar Örn gerði 8 stig og tók 9 fráköst. Davíð Arnar setti 8 stig og Halldór Garðar 3 stig.

Með sigrinum er liðið komið í 4.-6. sæti Domino’s deildarinnar. Næsti leikur Þórs er á mánudagskvöld þegar nágrannarnir í FSu koma í heimsókn í 8-liða úrslitum Maltbikarsins en leikurinn hefst kl. 19:15.