Það styttist í Þorrablótið félagasamtaka í Þorlákshöfn en það verður haldið laugardaginn 4. febrúar nk. í Versölum.
Miðasla hófst í fyrradag og ennþá eru lausir miðar og verður hægt að kaupa miða út vikuna, eða á meðan birgðir endast, í Olís búðinni frá kl. 08:00-12:00 og frá 13:00-17:00.
Að sjálfsögðu verður posi á staðnum og Beta lofar að taka virkilega vel á móti öllum þeim sem koma að kaupa miða enda mikill spenningur kominn í hana fyrir Þorrablótið.
Dagskráin verður vegleg en um er að ræða pokaball, 18 ára aldurstakmark og auðvitað er spariklæðnaður skilyrði hjá öllum gestum.
– Heimatilbúin skemmtiatriði.
– Þorramatur að hætti Svarta sauðsins.
– Veislustjórn í höndum Bessa Hressa.
– Hljómsveitin VIggó heldur uppi stuði fram á nótt.
Miðaverð 7.500 kr. í mat og ball. Miðaverð á dansleik 3.000 kr.
Miðasala við innganginn frá kl. 23:00.