Í dag er Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum um allt land. Í tilefni dagsins komu allir í Bergheimum saman í salnum og gæddu sér á pönnukökum.
Þess má geta að bakað var á þremur pönnum í tvo klukkutíma og í uppskriftina þurfti 24 egg.
Síðastliðinn föstudag var síðan Dagur stærðfræðinnar sem er alltaf haldin hátíðlegur í leikskólanum og í því tilefni voru settar upp sýningar á verkum nemenda í anddyrinu við bakaríið, í Kjarval og í íþróttamiðstöðinni. Sýningarnar standa að jafnaði í vikutíma og er kjörið að mæta með börnunum og skoða verkin þeirra.
-gáe