Miðasala á undanúrslitaleikinn í Íþróttamiðstöðinni

Á fimmtudagskvöld mæta Þórsarar Grindvíkingum í undanúrslitum Maltbikarsins í körfubolta og fer leikurinn fram í Laugardalshöllinni.

Hægt er að kaupa miða á leikinn í gegnum Körfuknattleiksdeild Þórs í Íþróttamiðstöðinni eða í skilaboðum á Facebook-síðu Þórs. Með því að kaupa miðana með þessum hætti fær körfuknattleiksdeild Þórs allan ágóðann.

Nú er bara að fjölmenna í höllina á fimmtudaginn en með sigri Þórs mun liðið mæta annaðhvort KR eða Val í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni á laugardaginn.