Mömmu- og ömmukaffi í leikskólanum

Það var mikið um að vera á Leikskólanum Bergheimum í gær en leikskólanemendur buðu mömmum og ömmum í vöfflur í tilefni þess að konudagurinn er um helgina.

Vöfflur voru bakaðar í öllum hornum og við allar innstungur.

Mætingin var virkilega góð en það mættu 90 mömmur og ömmur í dag og alltaf jafnt gaman að hitta fjölskyldur barnanna í leikskólanum.