Ásgerður lætur af störfum eftir 28 ára starf hjá sveitarfélaginu

G. Ásgerður Eiríksdóttir, leikskólastjóri hefur starfað á leikskólanum Bergheimum í rúm 28 ár. Síðasti starfsdagur hennar er í dag, 28. febrúar.

Sveitarfélagið þakkar Ásgerði fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Dagný Erlendsdóttir mun taka við stöðu leikskólastjóra á morgun, 1. mars en hún hefur gegnt stöðu aðstoðarleikskólastjóra síðastliðin 18 ár.

Fréttin birtist á www.olfus.is