Hundasleppisvæði sett upp í Þorlákshöfn

Fyrirhugað er að opna hundasleppisvæði í Þorlákshöfn þar sem hundaeigendur í bænum geta farið með hundana sína og viðrað þá. Frá þessu var greint á síðasta fundi Skipulags-, byggingar- og umhverfisnefndar Ölfuss.

Svæðið er hugsað sunnan megin við veginn að golfvellinum og mun það verða 1,71 ha. að stærð og girt af allann hringinn með gönguhliði. Settir verða upp bekkir og ruslatunnur á svæðinu og við svæðið verður um 90 fermetra bílastæði.

Bæjarstjórn Ölfus hefur samþykkt framkvæmdina en hundasleppisvæðið er víkjandi fyrir skipulagi á hafnarsvæðinu og mun færast á annan stað þegar að því kemur.