Veitingastaðurinn Meitillinn til sölu

Veitingastaðurinn Meitillinn í Þorlákshöfn er til sölu en hjónin Guðrún Sigríksdóttir og Sigmar Karlsson hafa rekið staðin undanfarin þrjú ár.

„Einstakt tækifæri til að eignast fallegan veitingastað á besta stað í bænum,“ segir í auglýsingu Fasteignasölu Suðurlands sem annast söluna.

„Staðurinn er vel tækjum búinn og hlýlega innréttaður.“ Þá segir einnig í auglýsingunni að miklir möguleikar séu til staðar með aukinni umferð ferðamanna í ört vaxandi bæjarfélagi.

Áhugasamir geta séð meira á heimasíðu Fasteignasölu Suðurlands með því að smella hér.