Í kvöld fer fram sögulegur leikur á Þorlákshafnarvelli þegar Ægismenn fá úrvalsdeildarlið Víking Reykjavík í heimsókn í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í fótbolta.
Ægismenn sigruðu Þór Akureyri eftirminnilega í 32-liða úrslitum og þar með bætti liðið besta árangur Ægis í bikarkeppninni frá upphafi.
Það verður ekki auðvelt verkefni kvöldsins og munu Ægismenn þurfa sinn allra besta leik gegn sterku liði Víkings sem nýverið fékk Loga Ólafsson til að stýra skútunni.
Veðurspá kvöldsins er flott og hvetja Hafnarfréttir Þorlákshafnarbúa til að fjölmenna á völlinn og styðja Ægismenn til sigurs í þessum sögulega leik. Það er heldur ekki á hverjum degi sem lið úr Pepsi-deildinni spilar í Þorlákshöfn.
Leikurinn hefst klukkan 19:15.