Fyrsti heimaleikur tímabilsins í kvöld: Þór – Keflavík

thor-3Í kvöld fer fram fyrsti heimaleikur tímabilsins í Domino’s deildinni hjá Þórsurum þegar þeir mæta Keflvíkingum í Icelandic Glacial höllinni.

Þórsarar töpuðu unnum leik gegn Grindavík í fyrstu umferð og ætla væntanlega ekki að láta þann leik endurtaka sig í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 20 og er tilvalið að drífa sig á völlinn og styðja strákana til sigurs gegn sterkum Keflvíkingum.