Írena Björk skrifaði undir samning við Selfoss

irena01Írena Björk Gestsdóttir, 18 ára Þorlákshafnarmær, skrifaði undir tveggja ára samning við knattspyrnulið Selfoss á dögunum.

Írena var lykilmaður í 2. flokks liði Selfoss í sumar og spilaði tvo leiki í Pepsi-deildinni með meistaraflokknum í sumar.

Það verður gaman að fylgjast með henni á komandi árum með meistaraflokki Selfoss.