Snæfellingar sterkari

körfubolti

Hamar-Þór lét í minni pokann fyrir Snæfelli í gærkvöld en leikurinn endaði 63-54 fyrir heimakonum í Stykkishólmi. Stigahæst í liði Hamars-Þórs var Jenna Mastellone með 21 stig. Emma Hrönn Hákonardóttir var með 10 stig, Stefanía Ósk Ólafsdóttir með 8 stig, Hildur Björk Gunnsteinsdóttir með 6 stig, Ragnhhildur Anna Kristinsdóttir og Gígja Rut Gautadóttir með 4 stig og Sigrún Elfa Ágústsdóttir með 1 stig.

Næsti leikur hjá Hamri-Þór verður gegn Ármanni miðvikudaginn 26. október kl. 19:15 og fer leikurinn fram í Kennaraháskólanum.