Mikilvægur leikur hjá Þór í kvöld

Í dag fer fram mikilvægur leikur í Subway-deild karla þegar Þórsarar fá Hött í heimsókn í Icelandic Glacial höllina. Okkar menn leita að fyrsta sigrinum í deildinni og þurfa þeir á góðum stuðningi úr stúkunni að halda. Frítt inn fyrir nemendur Grunnskólans í Þorlákshöfn.

Leikurinn hefst kl. 18:15 og verður sýndur á Stöð 2 Sport.

Mætum í höllina og styðjum okkar menn.