Nýtt íbúðarsvæði norðan við Norðurbyggð

Áætlað er að nýtt íbúðarsvæði rísi norðan við Norðurbyggð í Þorlákshöfn. Frá þessu er greint í fundargerð skipulags-, bygginga- og umhverfisnefndar Ölfuss.

Um er að ræða svæði fyrir 54 íbúðir og er gert ráð fyrir raðhúsa-, parhúsa- og einbýlishúsalóðum. Með að heimila að parhúsalóðum verði breytt í þríbýli, gæti hverfið verið fyrir 66 íbúðir.

„Einbýlishúsalóðirnar koma nyrst á svæðinu. Raðhúsalóðirnar liggja samsíða Ölfusbraut. Að Norðurbyggð og Básahrauni og inn í kjarnanum koma parhúsalóðir,“ segir í fundargerðinni.

Skipulagslýsingin er í kynningu til 22. júní og eftir skipulagslýsinguna er samþykkt að deiliskipulagstillagan fari í lögboðinn auglýsingarferil.