Sveitarfélagið Ölfus hefur ákveðið að grunnskólanemendur í Sveitarfélaginu Ölfusi fái ókeypis námsgögn þegar skólastarf hefst á næstu dögum. Ákvörðun um þetta var tekin fyrr í dag, á fundi bæjarráðs þann 17.ágúst 2017.
Fram til þessa hefur grunnskólinn séð um öll innkaup á námsgögnum fyrir nemendur gegn hóflegu gjaldi en framvegis mun sveitarfélagið greiða fyrir námsgögnin.
Er þetta liður í að gera Sveitarfélagið Ölfus að betri búsetukosti fyrir barnafjölskyldur segir í frétt á olfus.is.