Ölfus áfram í Útsvari

utsvar01Lið Ölfuss komst í kvöld áfram í næstu umferð Útsvars, þrátt fyrir að tapa fyrir sterku liði Fljótsdalshéraðs 95-59.

Ölfus komst áfram sem næst stigahæsta tapliðið í þættinum en lið Fljótsdalshéraðs er stigahæsta sigurliðið á þessu ári.

Okkar fólk stóð sig með mikilli prýði og átti Hannes besta svar frá upphafi Útsvars að mati Sigmars, þáttastjórnanda, þegar Hannes sagðist ekki vilja vita svarið við síðustu spurningunni.